Færslur: 2016 Júlí

28.07.2016 20:32

Nýr félagsmaður

Nýlega gerðist Benedikt Haraldsson félagsmaður í Skotfélagi Snæfellsness og bjóðum við hann hjartanlega velkominn í félagið.  Félagsmenn eru nú orðnir 125 og hafa aldrei verið fleiri.  Félagsmenn koma víða að og til gamans höfum við tekið saman búsetudreifingu félagsmanna.  64 eru búsettir í Grundarfirði, 20 í Stykkishólmi, 21 í Snæfellsbæ og 19 annars staðar á landinu. 

 

Hér má sjá fjölda félagsmanna.

 

 

 

 

Hér má sjá búsetu félagsmanna.

 

23.07.2016 10:12

Íþróttafatnaður

Nú erum við að taka saman í aðra pöntun á íþróttafatnaði merktum Skotfélagi Snæfellsness. Öllum er velkomið að vera með í þeirri pöntun hvort sem þeir eru félagsmenn eða ekki. Þeir sem hafa áhuga á að panta sér fatnað geta haft samband í síma 863 1718 eða sent tölvupóst á skotgrund@gmail.com

 
 
  • 1