Færslur: 2016 Ágúst

28.08.2016 08:51

Nýir félagsmenn

Nýlega fjölgaði enn frekar í félaginu hjá okkur en þá gengu þær Dagný Rut Kjartansdóttir, Hrafnhildur Bárðardóttir og Jóhanna Ómarsdóttir í félagið.  Bjóðum við þær allar hjartanlega velkomnar í félagið.

Það er mjög mikið ánæagjuefni hvað kvennfólkinu hefur fjölgað mikið í félaginu að undanförnu.  Af því tilefni ætlum við að vera með "Pæjumót" í riffilskotfimi næstkomandi miðvikudag á æfinasvæði félagsins. (sjá nánar auglýsingu hjér fyrir neðan).

 

27.08.2016 22:42

Pæjumót 2016

MIÐVIKUDAGINN 31.08.2016    KL. 17:30

Nú er komið að því að halda skotmót sem eingöngu er ætlað konum.  Keppt verður með 22.cal rifflum og skotmörkin verða á 25m, 50m, 75m og 100m.  Allar konur eru velkomnar.  Vanar eða óvanar skiptir ekki máli heldur er aðalatriðið bara að vera með.  Félagið verður með riffla á svæðinu fyrir þær sem hafa ekki aðgang að riffli og einnig verða leiðbeinendur til aðstoðar.  Skráning og frekari upplýsingar hjá Heiður Láru í síma 848 4250.  Vonandi sjáum við sem flestar.

 

23.08.2016 19:27

Framkvæmdir við Hrafná

Framkvæmdir eru hafnar við Hrafnánna sem liggur samsíða skotæfingasvæði félagsins.  Hrafnáin hefur undanfarin ár verið að grafa sig nær og nær æfingasvæðinu og er mannvirkjum farið að stafa nokkur hætt af.  Ætlunin er að hreinsa framburð úr árfarveginum og ýta upp í varnargarð meðfram árbakkanum.  

Þá verður einnig hægt að nota varnargarðinn sem vetrarveg upp að æfingasvæðinu, því oft er afleggjarinn upp að æfingasvæðinu ófær hluta úr vetri.

 

21.08.2016 08:12

Refamót Skotfélags Snæfellsness

Árlegt Refamót Skotfélags Snæfellsness fór fram í gær á æfingasvæði félgsins í Hrafnkelsstaðabotni.  Þetta er í annað skipti sem mótið er haldið og fengum við alveg frábært veður í ár.  Níu keppendur tóku þátt og þeirra á meðal voru góðir gestir, en Finnur frá Skotfélagi Akureyrar og Jóhann frá Skotíþróttafélagi Kópavogs tóku þátt.

 

Fóru leikar þannig að Finnur frá Akureyri sigraði annað árið í röð, Birgir Guðmundsson var í öðru sæti og Unnsteinn Guðmundsson var í þriðja.  Búið er að setja inn myndir frá mótinu í myndaalbúmið hér á heimasíðunni.  Hægt er að skoða þær hér.

 

 

 

 

 

18.08.2016 23:30

Konukvöld

Í kvöld var haldið "Konukvöld" á æfingasæði Skotfélags Snæfellsness.  Mætingin var flott og voru margar að taka sín fyrstu skref í íþróttaskotfimi.  Búið er að setja inn myndir frá viðburðinum í myndaalbúmið hér á heimasíðunni.  Hægt er að skoða myndirnar hér.

 

16.08.2016 17:15

Konukvöld - allar konur velkomnar

Næstkomandi fimmtudag verður konukvöld á æfingasvæði Skotfélags Snæfellsness. Þá ætla konurnar í félaginu að hittast og skjóta og bjóða öðrum konum/stelpum að prófa að skjóta með sér.  Þær sem vilja geta fengið leiðsögn bæði í leirdúfuskotfimi og riffli.

Þetta er flott tækifæri fyrir þær sem hafa aldrei prófað að skjóta til að skjóta í fyrsta skipti.  Svo verður grillað og spjallað saman. Ef þið vitið um einhverjar sem gætu haft áhuga á að taka þátt látið vita og bjóðið með. Allar konur eru velkomnar sama á hvaða aldri þær eru. :) 
 

Þetta byrjar kl. 16:30 og verður fram á kvöld. Hlökkum til að sjá sem flestar og eiga góða stund saman. :)
 

P.S.
Félagið á haglabyssu sem þið getið fengið að prófa ef þið hafið ekki byssu. Einnig á félagið 2 stk. 22.cal riffla og svo verða einhverjar stærri byssur sem hægt verður að fá að prófa. En ef þið eigið eða hafið aðgang að byssu endilega takið þær með.

 

05.08.2016 21:23

Refamót Skotfélags Snæfellsness

Þann 20. ágúst næstkomandi verður Refamót Skotfélags Snæfellsness haldið á æfingasvæði félagsins.  Mótið var haldið í fyrsta skipti á síðasta ári og tókst mjög vel, en hugmyndin að mótinu er fengin frá Skotfélagi Austurlands.  Mótið hefst kl. 12:00 en ætlast er til þess að keppendur séu mættir um kl. 11:00 svo mótið geti hafist á réttum tíma.

 

Keppt verður eftir sama fyrirkomulagi og á síðasta ári þar sem skotin eru 10 skot af mismunandi færum allt frá 100m að 500m.  Mótsgjaldið verður 2.000 kr. og innifalið í verðinu verða léttar veitingar.  Skráning í mótið er hjá Heiðu Láru í síma 848 4250 eða á facebook síðu félagsins.  (sjá nánar auglýsingu hér fyrir neðan).

 

 

  • 1