Færslur: 2017 Mars

29.03.2017 00:21

Skil á veiðiskýrslu

Við viljum minna veiðimenn á að frestur til að skila inn veiðiskýrslu rennur út þann 1. apríl n.k.  Skotveiðimönnum ber að skila veiðiskýrslum á skilavef Umhverfisstofnunar einu sinni á ári óháð því hvort eitthvað var veitt eða ekki. Ef veiðiskýrslu er skilað inn eftir 1.apríl hækkar gjaldið fyrir veiðikortið. Því hvetjum við veiðimenn til þess að skila veiðiskýrslunum inn sem fyrst.

18.03.2017 10:15

Skothúsið

Eftir mjög góða tíð og milt veður fyrstu vikur ársins þá hefur verið frostakafli undanfarnar vikur og því er uppsteypan á sökklunum ekki hafin.  Það var í raun þannig að daginn sem fyrsta skóflustungan var tekin byrjaði að snjóa og það hefur verið kalt síðan.  Efnið er hinsvegar allt komið og mun uppsteypa sökkla hefjast um leið og við sjáum rauðar tölur í kortunum.

Þorsteinn Björgvinsson tók fyrstu skóflustunguna að nýju skothúsi.
  • 1