Færslur: 2017 Apríl

30.04.2017 21:33

Skotvopna- og veiðikortanámskeið

Veiðkortanámskeið verður haldið í Grundarfirði 11. september næstkomandi og skotvopnanámskeið verður sömuleiðis í Grundarfirði dagana 15.-16. september 2017.  Áhugasamir geta tekið bæði námskeiðin eða bara annað hvort.  Námskeiðin verða augýst nánar síðar en hægt er að sjá nánari tímasetningar hér.

 

28.04.2017 22:21

Plötur fyrir skotskífur

Búið er að skera niður fullt af nýjum texplötum í riffilbattana.  Þær eru aðgengilegar í kassanum við riffilborðin.  Við biðjum skotfólk um að ganga snyrtilega um riffilsvæðið og skila plötunum aftur í kassann eftir notkun.  Munið að hafa skotskífur meðferðis og gætið þess að skjóta ekki í riffilbattana.

 
 

28.04.2017 21:01

Vegurinn um Kolgrafafjörð heflaður

Nýlega var vegurinn um Kolgrafafjörð heflaður og er mjög mikill munur að keyra um veginn eftir að hann var heflaður.  Vegurinn sem áður var þjóðvegur var lagður af fyrir nokkrum árum, en hann er engu að síður mikið notaður enn þann dag í dag m.a. af félagsmönnum Skotfélags Snæfellness þar sem hann er "heimreiðin" að æfingasvæði félagsins.  Einnig er mikið um það að bæði ferðamenn og heimamenn geri sér ferð um fjörðinn til að njóta þeirrar náttúrufegurðar sem fjörðurinn hefur upp á að bjóða. Grundarfjarðarbær hefur í samstarfi við Vegagerðina látið hefla veginn af og til og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. 

Vegurinn um Kolgrafafjörð heflaður.  Sjá má skotæfingasvæði Skotfélags Snæfellsness í bakgrunn.

20.04.2017 01:11

Mikil aðsókn um páskahelgina

Mikil aðsókn var að skotæfingasvæði félagsins um páskahelgina enda var veður mjög fínt hér á Snæfellsnesinu.  Aðsóknin hefur aukist mikið undanfarna daga og vikur með hækkandi sól og það var gleðilegt að sjá hversu margir nýttu páskafríið í að æfa sig. 

 

Nú fer að styttast í árlegu hreingerninguna á æfingasvæðinu eftir veturinn og aðalfundur félagsins verður haldinn í byrjun maí.  Þetta verður allt auglýst þegar nær dregur.

06.04.2017 09:29

Gjöf til félagsins

Nýlega barst félaginu vegleg gjöf frá einum af félagsmönnum félagsins, en þá færði Örn Smári Þórhallsson félaginu fjarsjá að gjöf.  Um er að ræða Yukon fjarsjá með 25-100 x 100 stækkun og mun án efa koma sér vel fyrir félagið. 

 

Þess má til gamans geta að í ár fagnar félagið 30 ára starfsafmæli.

 
  • 1