Færslur: 2017 Maí

29.05.2017 07:39

Nýr félagsmaður

Nýlega gerðist Snorri Már Lárusson félagsmaður í Skotfélagi Snæfellsness og bjóðum við hann hjartanlega velkominn í félagið.

26.05.2017 22:14

Heiðursfélagar

Á aðalfundi Skotfélags Snæfellsness í gær heiðraði félagið 3 félagsmenn fyrir óeigingjörn sjálfboðaliðastörf, með því að gera þá að heiðursfélögum félagsins.  Það voru þeir Karl Jóhann Jóhannsson, Birgir Guðmundsson og Unnsteinn Guðmundsson sem voru heiðraðir, en allir voru þeir stofnendur að félaginu fyrir 30 árum. 

Þeir hafa allir verið lykilmenn í starfi félagsins síðustu áratugina og án þeirra væri félagið ekki eins öflugt og það er í dag.  Þá voru þeir einnig heiðraðir með starfsmerki ÍSÍ og afhenti Garðar Svansson fulltrúi ÍSÍ þeim heiðursmerkin.

 

Búið er að búa til tengil hér á heimasíðu félagsins þeim til heiðurs.

Frá vinstri: Birgir Guðmundsson, Unnsteinn Guðmundsson og Karl J. Jóhannson.

26.05.2017 09:02

Aðalfundur

Aðalfundur Skotfélags Snæfellsness fór fram í gær á veitingahúsinu Hrauni í Ólafsvík.  Mætingin var mjög góð, fundaraðstaðan alveg til fyrirmyndar og fengum við mjög góða þjónustu og mat.  Smávægilegar breytingar voru gerðar á stjórn félagsins, stofnuð var vallarnefnd og svo voru þrír félagsmenn gerðir að heiðursfélögum svo eitthvað sé nefnt.  Fundargerð fundarins verður birt hér á heimasíðunni innnan skamms.

 

25.05.2017 13:56

Gjöf - gluggar í skothúsið

Í vikunni barst okkur mjög vegleg gjöf frá feðgunum Jóa og Þóri í smíðafyrirtækinu Sheepa ehf., en þá færðu þeir Skotfélagi Snæfellsness 5 nýja glugga að gjöf, tilbúna til ísetningar í nýja skothúsið.  Þetta kemur sér afar vel fyrir félagið því ekki er búið að fjármagna húsið að fullu, en við vonumst til að geta tekið það í notkun síðar á þessu ári þegar við höldum upp á 30 ára starfsafmæli félagsins.  Færum við þeim feðgum bestu þakkir fyrir þessa veglegu gjöf.

 

24.05.2017 12:41

Vinnukvöld

Í gær var haldið áfram að slá upp fyrir skothúsinu.  Nú er öllum uppslætti fyrir steypu lokið og bíðum við nú bara eftir að einangrunin í sökklana komi svo hægt sé að fylla inn í grunninn.  Vonandi kemur hún fyrir helgi svo hægt verði að steypa gólfplötuna um helgina.

 

 

 
 
 

 

23.05.2017 14:50

Vinnukvöld

Í gærkvöldi var unnið fram á kvöld.  Við ætlum að hittast í kvöld kl. 20:00 og halda áfram.  Vonandi sjáum við ykkur sem flest.  Búið er að bæta við myndum í myndabankann.

 

22.05.2017 17:09

Vinnukvöld í kvöld mánudag kl. 19:00

Við ætlum að hittast í kvöld og slá upp fyrir næstu steypu, hreinsa timbur, hífa mót og stífusteina o.fl.  Svo þurfum við að huga að næstu skrefum.  Fyrstu menn ætla að mæta kl. 19:00.

 

20.05.2017 19:52

Skothúsið - steypa

Í dag var klárað að steypa sökklana fyrir skothúsið.  Vignir Maríasson kom með steypuna og hópur góðra manna var tilbúinn að taka á móti henni og "sulla" henni í mótin.  Það er alveg ótrúlegt hvað margir eru tilbúnir að hjálpa til og vinna þetta verkefni saman.  Það gerir þetta svo auðvelt og gefur öllum aukinn kraft.

 

Næst á dagskrá er að rífa utan af, stilla upp fyrir næstu steypu og fylla inn í sökkulinn.  Við erum að stefna á að ná að steypa gólfplötuna næstu helgi.  Það verður því nóg að gera næstu kvöld, fylgist með hér á síðunni.

Búið er að bæta nokkrum myndum við í myndaalbúmið.

 
 

20.05.2017 08:12

Skothúsið - það verður steypt í dag

Við ætlum að steypa í dag kl. 11:00 ef einhver hefur áhuga á að kíkja.  Riffilbrautin verður lokuð rétt á meðan.

18.05.2017 21:20

Aðalfundur fimmtudaginn 25. maí kl. 20:00

Aðalfundur Skotfélags Snæfellsness verður haldinn á veitingahúsinu Hrauni í Ólafsvík (efri hæð) fimmtudaginn 25. maí kl. 20:00.  Farið verður yfir hefðbundin aðalfundarstörf og svo verður boðið upp á mat.  Í boði verður að leggja fram frjáls framlög til söfunar fyrir húsbyggingu skothússins, en engum skylt.

Dagskrá fundarins verður á þennan veg:

 

a)  Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári*.

b)  Ársreikningur og árgjald ákveðið.

c)  Kosning formanns, stjórnar og skoðendur reikninga.

                    d)  Önnur mál.

 

Óskað er eftir framboðum til formannsstarfa, ritarastarfa, gjaldkera og meðstjórnenda.  Einnig er óskað eftir framboðum í mótanefnd.

 

 

Við hvetjum því alla áhugasama til að láta sjá sig á fundinum og taka þátt í ákvörðunartöku varðandi starfssemi félagsins.  Hafir þú óskir um að eitthvað sérstakt verði tekið fyrir á fundinum getur þú sent tölvupóst á skotgrund@gmail.com.

 

* Skýrslu stjórnarinnar má lesa hér.  Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér hana fyrirfram eru hvattir til að lesa hana hér á vefnum.

 
 

 

Við óskum eftir framboðum í stjórn, mótastjórn og í önnur störf.  Áhugasamir geta sent tölvupóst á skotgrund@gmail.com.

16.05.2017 22:31

Steypa á laugardag

Við reiknum með að steypa næstu steypu á laugardaginn ef það verður sæmilegt veður.   Að þeirri steypu lokinni tekur við smá biðtími áður en hægt verður að fylla inn í sökkulinn og steypa gólfplötuna.

Vignir Maríasson hefur verið að aðstoða okkur með steypuna og kunnum við honum bestu þakkir fyrir það. 

16.05.2017 00:14

Góður vinnudagur

Þá er klárt fyrir næstu steypu.  Þetta gekk mjög vel í dag og í kvöld.  Það er frábært að hafa svona mikið af góðu fólki sem er til í að hjálpa til.

 

15.05.2017 10:35

Vinnukvöld

Settar hafa verið inn nokkrar myndir frá vinnukvöldinu í gær í myndaalbúmið.  Við ætlum að hittast aftur í kvöld (mánudag) kl. 19:30.  Allir velkomnir.

 

14.05.2017 17:01

Vinnukvöld kl. 20:00

Við ætlum að hittast í kvöld (sunnudag)  upp úr kl. 20:00 og þrífa mótin og byrja að slá upp fyrir næstu steypu.  Öllum er velkomið að mæta og hjálpa til.