Í dag fór fram afmælismót í leirdúfuskotfimi á æfingasvæði félagsins. Bestum árangri í karlaflokki náði Guðmann Jónasson frá Markviss á Blönduósi. Í öðru sæti var Gísli Valur Arnarson og í þriðja sæti var Unnsteinn Guðmundsson.

Einnig var keppt í flokki kvenna og fékk Snjólaug María Jónsdóttir frá Markviss fyrstu verðlaun, en hún var jafnframt eini keppandinn í þeim flokki að þessu sinni.