Færslur: 2017 Nóvember

24.11.2017 17:34

Námskeiði aflýst

Námskeiði um umhirðu skotvopna sem fyrirhugað var á morgun laugardag hefur verið aflýst.  Við biðjumst velvirðingar á því.

22.11.2017 23:11

Umhirða skotvopna og ásetning sjónauka

Næstkomandi laugardag ætlar Skotfélag Snæfellsness að bjóða upp á námskeið í umhirðu og þrifum á skotvopnum og ásetningu sjónauka ásamt grófstillingu.  Námskeiðið verður haldið í samkomuhúsi Grundarfjarðarbæjar kl. 13:00 og leiðbeinandi verður Birgir Rúnar Sæmundsson.  Áætlað er að námskeiðið taki um 3 klukkustundir og eru allir velkomnir.  Enginn aðgangseyrir.  Hægt er að fá nánari upplýsingar hjá Jóni Pétri í síma 863 1718.

 

21.11.2017 22:55

Innanhúss skotæfingar

Í dag var haldinn enn einn fundurinn um uppbyggingu á æfingaaðstöðu fyrir skammbyssuskotfimi og rætt var um útfærslu á kúlugildrum.  Við höfum fengið afnot af samkomuhúsi Grundarfjarðarbæjar til bráðabirgða þar til varanlegt húsnæði finnst.  Næst á dagskrá er að prufa mismunandi útfærslur af kúlugildrum áður en varanlegar gildrur og bakland verður smíðað.

 

09.11.2017 17:57

Aðstaða fyrir skammbyssuskotfimi

Síðastliðinn þriðjudag hittu 3 fulltrúar Skotfélags Snæfellsness fulltrúa úr bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar og bæjarstjóra og skoðað var húsnæði í eigu sveitarfélagsins sem við höfum haft augastað á fyrir skambyssuskotfmi í vetur.  Um er að ræða bráðabyrgðahúsnæði, en eins og fram hefur komið er félagið að stofna skammbyssudeild innan félagsins og leitar því að hentugu framtíðar húsnæði.

 

Fulltrúar Skotfélags Snæfellness kynntu hugmyndir félagsins og fengum við mjög jákvæð viðbrögð og samkomulag hefur náðst um afnot af húsnæðinu.  Næsta skref er að ganga frá skriflegum samningi um afnot af húsnæðinu, fá tilskilin leyfi fyrir starfseminni og smíða þann búnað sem til þarf.  Við getum því vonandi farið að hefja skotæfingar innan skamms.  Við munum svo að sjálfsögðu halda áfram að leita að varanlegu húsnæði.

 

 

 

07.11.2017 10:58

Íþróttamaður ársins

Við óskum eftir tilnefningum að skotíþróttamanni ársins.  Tilnefningar er hægt að senda á skotgrund@gmail.com fram til 15. nóvemer 2017.

Heiðar Lára (lengst til vinstri) var valin skotíþróttamaður árisins á síðasta ári.
  • 1