Færslur: 2018 Janúar

06.01.2018 21:44

Hvað er á döfinni?

Janúarmánuður getur oft verið daufur mánuður og lítið um að vera, en það á ekki við hjá okkur í ár.  Æfingasvæði félagsins er í mikilli notkun alla daga og ýmislegt er verið að bauka á bakvið tjöldin.  Má þar nefna að unnið er hörðum höndum að því að smíða kúlugildrur og koma upp aðstöðu til innanhúss skotæfinga í samkomuhúsi Grundarfjarðar.  Vonandi verður hægt að halda fyrstu formlegu skammbyssuæfinguna síðar í þessum mánuði.

 
 

Einnig er unnið að því að skipuleggja óvissuferð/skemmtiferð sem stefnt er að því að fara í um miðjan næsta mánuð.  Reiknað er með að það verði dagsferð, en viðburðurinn verður auglýstur þegar nær dregur.

          

Þá er einnig unnið að því að finna fjármagn til að klára skothúsið og skipuleggja framkvæmdir við byggingu hússins.  Reiknað er með að fara strax í húsbygginguna um leið og daginn fer að lengja og hlýnar í veðri.

 

Ný heimasíða er nú í smíðum og þar er mikil vinna m.a. fólgin í því að sortera og flokka fleiri þúsundir ljósmynda frá viðburðum liðinna ára.  Þá er einnig verið að skrifa sögu félagsins og verður hún gefin út í 11. bindi af bókinni "Fólkið Fjöllin Fjörðurinn".

Fylgist með því það verður nóg um að vera á næstunni.

05.01.2018 09:36

Myndir frá "Konukvöldinu"

Búið er að setja inn áður óbirtar myndir frá konukvöldinu sem haldið var þann 24. ágúst síðastliðinn í myndaalbúmið hér á heimasíðu félagsins.  Hægt er að lesa um konukvöldið með því að smella hér.

 

02.01.2018 15:00

Nýr félagsmaður

Nýlega gerðist Lúvík Karlsson félagsmaður í Skotfélagi Snæfellsness og bjóðum við hann hjartanlega velkominn í félagið.

  • 1