Færslur: 2018 Febrúar

23.02.2018 02:27

Innanhússaðstaða - skammbyssuskotfimi

Nú fer að styttast í að við getum tekið í notkun aðstöðuna okkar fyrir skammbyssuskotfimi.  Smíðin á kúlugildrunum er langt á veg komin og í gær fengum við afhenta lykla af samkomuhúsi Grundarfjarðar þar sem við munum vera með aðstöðu fyrst um sinn.  Við getum því farið að koma búnaðinum okkar fyrir og undirbúa húsnæðið fyrir æfingar.  Nánar verður fjallað um þetta þegar nær dregur.

Þessi mynd var tekin í síðustu viku af fyrstu kúlugildrunni.  Smíðaðar verða þrjár brautir.

15.02.2018 12:12

Umsóknir um hreindýraleyfi

Umsóknarfrestur til að sækja um veiðileyfi á hreindýr rennur út á miðnætti í dag 15. febrúar.  Sjá nánar á vef Umhverfisstofnunar.

 

12.02.2018 22:48

Nýr félagsmaður

Í dag gerðist Jóhann Garðar Þorbjörnsson félagsmaður í Skotfélagi Snæfellsness og bjóðum við hann hjartanlega velkominn í félagið.

  • 1