Færslur: 2018 Júlí

27.07.2018 20:08

Vel heppnað ungmennakvöld

Skotfélag Snæfellsness var með Ungmennakvöld síðastliðinn miðvikudag þar sem unga fólkinu okkar var boðið að reyna fyrir sér í skotfimi og fræðast um starfsemi félagsins.  Kvöldið var mjög vel heppnað og mætti fjöldi ungmenna ásamt foreldrum, frændum, ömmum,  o.fl.  Skemmtu sér allir vel og var ekki annað að sjá en að allir hafi farið sáttir heim. 

 

Búið er að setja inn myndir frá ungmennakvöldinu í myndabankann.

 

24.07.2018 22:41

Ungmennakvöld í kvöld frá kl. 19 - 21

Næstu helgi fer fram bæjarhátíðin "Á góðri stund" í Grundarfirði og að því tilefni ætlum við að vera með ungmennakvöld á æfingasvæði félagsins.  Dagskrá hátíðarinnar byrjaði í gær mánudag og stigmaganst svo alla vikuna.  Skotfélag Snæfellsess vill taka virkan þátt og leggja sitt af mörkum til samfélagsins og verður þetta ungmennakvöld hluti af dagskrá hátíðarinnar.

 

Ungmennakvöldið hefst í kvöld kl. 19:00 og ætlum við að bjóða ungmennum samfélagsins að próf að skjóta og kynna sér starfsemi félagsins.  "Ungmenni" geta verið á öllum aldri en aldurstakmark miðast við 15 ára og eldri.  Það verður enginn aðgangseyrir og foreldrar og ömmur og afar mega gjarnan koma með.

 

Hér má sjá myndir frá síðasta ungmennakvöldi.

 

 

02.07.2018 22:27

Refamót

Stefnt er að því að halda árlegt refamót helgina eftir verslunarmannahelgi.  Skotfólk getur því farið að æfa sig.  Mótið verður auglýst síðar.

 
  • 1