Færslur: 2018 September

27.09.2018 09:00

Pæjudagurinn færður yfir á sunnudag

Pæjudagur Skotfélags Snæfellsness verður færður yfir á sunnudaginn 30. september vegna smalamennsku.  Annars gilda sömu tímasetningar.  Nánari upplýsingar hjá Heiðu Láru í síma 848-4250.

26.09.2018 08:44

Pæjudagur Skotfélags Snæfellsness

Pæjudagur Skotfélags Snæfellsness verður haldinn laugardaginn 29. september á æfingarsvæði félagsins.
 
Dagurinn hefst kl. 12 með kynningu á þeirri skemmtilegu íþrótt sem skotfimin er og hægt verður að fá að prófa að skjóta.  Verður kynningin til ca. 13:30. Frítt er á kynninguna.
 
Um kl. 14 verður svo hið stórskemmtilega mót Pæjumótið, keppt verður í 2 flokkum, vanar og óvanar.  Skotið verður með .22 cal LR. rifflum á Hunter Class skífur á 50m færi. 2 umferðir á pæju.  Vanar keppa einar, þ.e. þær hafa engan aðstoðarmann á kantinum.  Óvanar keppa með aðstoðarmann á kantinum sem leiðbeinir og aðstoðar ef þarf.  Hægt verður að fá lánaða riffla fyrir þær sem ekki eiga eða hafa ekki aðgang að.  Mótsgjald er 2000 kr. fyrir Pæjumótið sjálft. 
 
Gott er að skrá sig fyrirfram, en einnig verður hægt að skrá sig á staðnum.  Skráning og upplýsingar hjá Heiðu Láru í síma 848-4250, einnig er hægt að skrá sig með því að skrifa athugasemd við færsluna á Facebook, eða með tölvupósti á skotgrund@gmail.com
 
 

15.09.2018 22:58

Refamótið

Árlegt Refamót Skotfélags Snæfellsness var haldið þann 1. september síðastliðinn á æfingasvæði félagsins.  Kári Hilmarsson fór með sigur af hólmi í ár, í öðru sæti var Unnsteinn Guðmundsson og Ómar Jónsson í þriðja.  Búið er að setja inn myndir frá mótinu í myndabankann.

 

14.09.2018 20:59

æfingasvæðið lokað á morgun laugardag

Æfingasvæði félagsins verður lokað á morgun laugardaginn 15. september vegna smalamennsku. 

Myndina á Tómas Freyr.
  • 1