Færslur: 2018 Október

26.10.2018 10:29

Rjúpnaveiðitímabilið hafið

SKOTFÉLAG SNÆFELLSNESS ÓSKAR RJÚPNAVEIÐIMÖNNUM GÓÐRAR FERÐAR OG BIÐUR MENN UM AÐ FARA ÖLLU MEÐ GÁT.  HÉR ERU NOKKUR ATRIÐI SEM GOTT ER AÐ HAFA Í HUGA ÁÐUR EN HALDIÐ ER TIL VEIÐA:

 

#  Fylgist með veðurspá

#  Gerið ferðaáætlun og skiljið hana eftir hjá aðstandendum

#  Kynnið ykkur vel það svæði sem ferðast á um

#  Hafið með góðan hlífðarfatnað

#  Takið með sjúkragögn og neyðarfæði

#  Fjarskipti þurfa að vera í lagi, s.s. gps, kort, áttaviti eða annað og kunnátta verður að vera

    til staðar til að nota þau

#  Verið viss um að farartækið sé í góðu ásigkomulagi áður en lagt er af stað ef það á við

#  Betra er að snúa við í tíma heldur en að koma sér í ógöngur

 

 

Rjúpnaskyttur eru hvattar til að stunda hófsamar og ábyrgar veiðar og ganga vel um náttúruna.

Myndin er tekin af heimasíðu Umhverfisstofnunar.

25.10.2018 10:17

Fyrirkomulag rjúpnaveiða 2018

 

Rjúpnaveiðitímabilið hefst á morgun föstudaginn 26. október og munu veiðidagar rjúpu í ár verða fimmtán talsins, sem skiptast á fimm helgar á tímabilinu 26. október til 25. nóvember 2018. Leyfileg heildarveiði á rjúpum er um 67.000 rjúpur og miðað við fjölda veiðimanna síðasta ár, gera það um 10 fugla á hvern veiðimann. Sölubann á er rjúpum.

 

VEIÐIDAGAR VERÐA EFTIRTALDIR:

Föstudaginn 26. október til sunnudags 28. október. (3 dagar)


Föstudaginn 2. nóvember til sunnudags 4. nóvember. (3 dagar)


Föstudaginn 9. nóvember til sunnudags 11. nóvember. (3 dagar)


Föstudaginn 16. nóvember til sunnudags 18. nóvember. (3 dagar)

 

Föstudaginn 23. nóvember til sunnudags 25. nóvember. (3 dagar)

 

Eins og áður hvetur Umhverfisstofnun veiðimenn til að gæta hófs við veiðar.  Veiðimenn eru einnig hvattir til góðrar umgengni um veiðislóð og eru beðnir um að hirða tóm skothylki eftir sig og aðra.

 

Hægt er að lesa meira hér.

Myndin er tekin af www.reykjavík.is

06.10.2018 17:40

Landsmót UMFÍ - Sauðárkróki

Landsmót UMFÍ er fjögurra daga íþróttahátíð sem haldin var á Sauðárkróki dagana 12.-15. júlí.  Þar gátu keppendur tekið þátt í hinum ýmsu íþróttagreinum og við hjá Skotfélagi Snæfellsness áttum þar 4 keppendur sem kepptu í íþróttaskotfimi.  Það voru þau Dagný Rut, Jóhanna Ómars, Heiða Lára og Pétur Már.

 

Keppt var eftir reglum STÍ og í "Sporter" flokki varð Dagný Rut í 2. sæti, Pétur Már í 3. sæti og Heiða Lára í 5. sæti.  Í flokkinum "léttir Varmit" varð Dagný Rut í 5. sæti, Pétur Már í 6. sæti, Heiða Lára í 7. sæti og Jóhanna í 8. sæti.  Dagný Rut var síðan sú eina af okkar fólki sem keppti í flokkinum  "þungir Varmit"  og hafnaði hún í 4.sæti.
 
Það má með sanni segja að okkar fólk hafi staðið sig með mikilli príði, en aðal atriðið er þó að vera með og hafa gaman.  Vonandi munum við eiga ennþá fleiri keppendur á næsta Landsmóti UMFÍ.
 
 
 

04.10.2018 22:21

Húsavíkurmeistarinn

Þann 16. september síðastliðinn var þriðja og síðasta mótið í 50BR mótaröðinni til Húsavíkurmeistara haldið hjá Skotfélagi Húsavíkur.    Þar áttum við tvo þátttakendur en um var að ræða opið mót og keppendur voru frá Akureyri, Húsavík, Snæfellsnesi og Sauðárkróki.

Heiða Lára náði 4. sæti og Pétur 7. sæti, en Kristján Arnarson sigraði mótið og varð um leið Húsavíkurmeistarinn.  Hægt er að lesa nánar um úrslit mótsins á facebook síðu Skotfélags Húsavíkur

 

Búið er að setja inn myndir frá mótinu í myndabankann.

 
 

01.10.2018 21:13

Pæjumótið

Í gær var árlegt Pæjumót Skotfélags Snæfellsness haldið á æfingasvæði félagsins.  Þetta er orðinn árlegur viðburður hjá félaginu, en í ár var ákveðið að vera með opið hús fyrir allar konur og stelpur áður en mótið byrjaði, þar sem þær gátu fengið að prófa að skjóta og kynnt sér starfsemi félagsins.

 

Að því loknu fór mótið fram og keppt var í tveimur flokkum.  Í flokki þeirra sem keppt höfðu áður sigraði Mandy, í öðru sæti var Dagný Rut og í þriðja sæti var Heiða Lára.  Í flokki þeirra sem ekki höfðu keppt áður sigraði Þuríður Gía, í öðru sæti var Agnes Sif og í þriðja sæti var Eva.

 

Búið er að setja inn myndir frá mótinu í myndaalbúmið.

 
  • 1