Færslur: 2019 Janúar

26.01.2019 19:47

Skotfélag Snæfellsness fær viðurkenningu frá HSH

Í gær var Skotfélagi Snæfellsness veitt viðurkenning af Héraðssambandi Snæfellsness- og  Hnappadalssýslu fyrir vel unnin störf.  Viðurkenningar voru veittar í  íþróttahúsinu í Stykkishólmi í hálfleik Snæfells og Sindra í körfuknattleik.  Fimm félagsmenn úr Skotfélagi Snæfellsness mættu til þess að veita viðurkenningunni viðtöku en það voru Birgir Guðmundsson, Jón Einar Rafnsson, Mandy Nachbar, Jón Pétur Pétursson og Lydía Rós Unnsteinsdóttir.

 

Skotfélag Snæfellsness fékk titilinn "Vinnuþjarkur HSH 2018" og við athöfnina voru lesin upp falleg orð í okkar garð þar sem meðal annars kom fram að mikil uppbygging hafi átt sér stað hjá félaginu, félagsmönnum hefur fjölgað mikið, skýrslugerð hefur verið til fyrirmyndar og sérstaklega var fjallað um alla þá kynningardaga og konukvöld sem félagið hefur haldið fyrir konur, unglinga og almenning sem ekki er í félaginu.  Við erum mjög stolt af þessari viðurkenningu og stefnum á að halda áfram góðu starfi í nánustu framtíð.

 

25.01.2019 14:01

Myndir frá árinu 2018

Búið er að setja inn nokkrar svipmyndir frá starfsemi félagsins frá nýliðnu ári.  Þær er hægt að sjá hér.

 
  • 1