Færslur: 2019 Apríl

27.04.2019 20:44

Nefndarstörf

Nú styttist í að aðalfundur Skotfélags Snæfellsness verði haldinn og við viljum bjóða áhugasömu fólki að bjóða sig fram til nefndarstarfa fyrir félagið og um leið taka þátt í að móta framtíð félagsins. 

 

Við óskum eftir framboðum í stjórn félagsins, framboðum í mótanefnd og framboðum í vallarnefnd félagsins.  Hægt er að kynna sér betur hlutverk stjórnar og störf einstakra nefnda hér á heimasíðu félagsins.  Einnig er hægt að senda fyrirspurn á skotgrund@gmail.com .

 

Að sitja í stjórn félagsins eða nefndum félagsins getur bæði verið mjög skemmtilegt og gefandi.  Öll stefnum við að sama markmiði sem er að gera félagið okkar enn öflugara og því er mikilvægt að sem flestir fái að taka þátt í uppbyggingu félagsins og að sjónarmið sem flestra fái áheyrn.

 

 

26.04.2019 20:45

Skotvopnanámskeið

Skotvopnanámskeið verður haldið í Grundarfirði dagana 13. og 14. september. Skotfélag Snæfellsness mun sjá um verklega kennslu á æfingasvæði félagsins.  Námskeiðið verður auglýst nánar síðar. Nánari upplýsingar er hægt að fá á skotgrund@gmail.com eða á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

 

20.04.2019 18:46

Aðalfundur

Stefnt er að því að halda aðalfund fimmtudaginn 9. maí 2019 kl. 20:00.  Fundurinn verður auglýstur síðar.

17.04.2019 20:37

Heiða Lára Vesturlandsmeistari í loftskammbyssu

Skotfélag Akraness hélt opna Vesturlandsmótið í loftskammbyssu/riffli í aðstöðu Skotfélags Vesturlands í Borgarnesi síðastliðinn sunnudag.  Skotfélag Snæfellsness átti tvo keppendur í mótinu, Pétur Már sem varð í 6. sæti í flokki karla og Heiða Lára varð í 3. sæti í flokki kvenna.  

 

Keppendur komu víða af en keppendur af Vesturlandi kepptu einnig um titilinn Vesturlandsmeistarinn í hverri grein.  Þar sem að Heiða Lára var eini keppandinn af Vesturlandi í kvennaflokki er hún Vesturlandsmeistari í loftskammbyssu kvenna árið 2019.

 

Loftskammbyssa kvenna:

1. sæti Kristína Sigurðardóttir SR - 2.sæti Þorbjörg Ólafsdóttir SA - 3. sæti Heiða Lára SFS.

 

Vesturlandsmeistarar 2019:

     Loftskammbyssa karla = Erlendur B Magnússon SKV

     Loftskammbyssa kvenna = Heiða Lára SFS

     Loftriffill karla = Jakob H. Ragnarsson SKA

 

 

  • 1