Færslur: 2019 Maí

26.05.2019 22:06

Sjómannadagsmót (innanfélagsmót)

Árlegt Sjómannadagsmót Skotfélags Snæfellsness í leirdúfuskotfimi verður haldið fimmtudaginn 30. maí (uppstigningardag).  Þetta er 7. skipti sem þetta mót er haldið í samvinnu við Sjómannadagsráð.

 

Mæting verður á skotæfingavæði félagsins kl. 15:30 og mótið hefst stundvíslega kl. 16:00.  Mótsgjald verður 2.000 kr. og skráning fer fram hjá Heiðu Láru í síma 848-4250 eða hjá Jóni Pétri í síma 863-1718.  Einnig er hægt að skrá sig í með því að senda tölvupóst á skotgrund@gmail.com.  Skráningu lýkur miðvikudaginn 29. maí kl. 21:00.

 

Mótið verður með sama sniði og undanfarin ár þar sem hver og einn keppir á sínum forsendum og svo verða stig sjómanna lögð saman á móti stigum landliðsins.  Einnig verða veitt verðlaun fyrir bestan árangur einstaklinga, bæði í karlaflokki og í konuflokki.

 

Öllum er velkomið að mæta og fylgjast með.

 

Hér er hægt að skoða myndir frá fyrri mótum. 2013 - 2014 - 2015 - 2016 - 2017 - 2018

17.05.2019 07:25

Steini "gun" lætur af störfum eftir 32 ára stjórnarsetu

Þann 9. maí síðastliðinn var aðalfundur félagsins haldinn og þá var ný stjórn kosin til eins árs.  Þorsteinn Björgvinsson eða Steini "gun" eins og flestir þekkja hann ákvað þá að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarstarfa eftir 32 ára stjórnarstarf, en Steini var einn af stofnendum félagsins og hefur setið í stjórn félagsins allar götur síðan. 

 

Það voru því ákveðin tímamót þegar hann ákvað að gefa ekki kost á sér áfram en hann vildi gefa öðru fólki kost á að bjóða fram starfskrafta sína.  Steini mun þó halda áfram að starfa með okkur og vera virkur félagsmaður eins og hann sagði sjálfur. 

 

Við þökkum Steina fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagsins undanfarna þrjá áratugi, en Steini hefur starfað fyrir félagið af hjarta og sál og alltaf látið hag félagsins vera í forgangi.

 

07.05.2019 07:48

Framkvæmdir

Um síðastliðna helgi var byrjað að undirbúa framkvæmdir sumarsins.  Byrjað var að undirbúa uppsetningu á skothúsinu og mælt út fyrir framkvæmdum við bílastæði o.fl. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir eftir aðalfundinn sem verður á fimmtudaginn.  Spennandi tímar framundan.

 

01.05.2019 18:39

Aðalfundur 9. maí kl. 20:00

Aðalfundur Skotfélags Snæfellsness verður haldinn í félagshúsnæði félagsins fimmtudaginn 9. maí 2019 kl. 20:00.   Farið verður yfir hefðbundin aðalfundarstörf og svo verða önnur mál á dagskrá. 

Við bjóðum ný andlit sérstaklega velkomin á fundinn.

 

Dagskrá fundarins verður á þennan veg:

a)  Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári.

b)  Ársreikningur og árgjald ákveðið.

                     c)  Kosning formanns, stjórnar og skoðendur reikninga.

                     d)  Önnur mál.

 

Óskað er eftir framboðum til formannsstarfa, ritarastarfa, gjaldkera og meðstjórnenda.  Einnig er óskað eftir framboðum í mótanefnd og vallarnefnd.

 

Við hvetjum alla áhugasama til að mæta á fundinn og taka þátt í ákvarðanartöku varðandi starfsemi félagsins.  Hafir þú óskir um að eitthvað sérstakt verði tekið fyrir á fundinum getur þú sent tölvupóst á skotgrund@gmail.com.

 
  • 1