Færslur: 2019 Júlí

12.07.2019 15:07

Íslandsmeistaramót í BR50 á Akureyri

Íslandsmeistaramót í Br50 verður haldið á Akureyri laugardaginn 20. júlí og hefst kl. 10:00.  Þeir félagsmenn sem ætla að keppa á mótinu þurfa að tilkynna okkur það fyrir kl. 20:00 sunnudaginn 14. júlí með því að senda okkur upplýsingar á skotgrund.mot@gmail.com.  Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram:

                 Fulltnafn.
                 Kennitala.
                 Heiti riffils.
                 Heiti sjónauka.
                 Stækkun sjónauka.
                 Heiti skota.
                 Í hvaða flokki :
 
Keppt verður í þessum flokkum: 

 

SPORTER flokkur:

Hámarksþyngd 3,855 kg með sjónauka

Engin aukabúnaður leyfður á hlaup

Sjónauki má mest vera með 6,5x stækkun. Dómari festir stækkun með límbandi

Rafmagnsgikkir eru ekki leyfðir

LÉTTIR VARMINT flokkur:

Hámarksþyngd 4,762 kg með sjónauka

Engar takmarkanir á aukabúnaði á hlaup

Engar takmarkanir á sjónauka

Rafmagnsgikkir eru ekki leyfðir

ÞUNGIR VARMINT flokkur:

Hámarksþyngd 6,803 kg með sjónauka

Engar takmarkanir á aukabúnaði á hlaup

Engar takmarkanir á sjónauka

Rafmagnsgikkir eru ekki leyfðir

 

09.07.2019 01:37

Skotvopnasýning

Um nýliðna helgi vorum við með skotvopnasýningu í Ólafsvík í tilefni af bæjarhátíðinni "Ólafsvíkurvaka 2019".  Þetta er bæjarhátið sem haldin er annað hvert ár og við vorum líka með sýningu síðat þegar hátíðin var haldin. 

 

Við vorum með skotvopn og annan búnað til sýnis og gáfum fólki kost á því að kynna sér starfsemi félagsins og fræðast um skotvopn.  Sýningin tókst mjög vel og áætlað er að nokkur hundrum manns hafi litið við.  Búið er að setja inn nokkrar myndir í myndaalbúmið hér á heimasíðunni.

Hægt er að skoða myndir frá fyrri sýningum hér: 2013 - 2017

 

04.07.2019 09:45

Skotvopnasýning - undirbúningur

Í gær var byrjað að raða upp fyrir skotvopnasýninguna sem við verðum með í Ólafsvík á laugardaginn í tilefni af bæjarhátíðinni "Ólafsvíkurvaka 2019".  Þar ætlum við að ræða við gesti og gangandi um skotvopn á jákvæðum nótum og gefa fólki kost á því að kynna sér starfsemi félagsins og kynna sér skotíþróttir sem keppnisgreinar.

 

Félagsmenn sem hafa áhuga á að taka þátt í sýningunni með okkur geta haft samband við Jón Pétur í síma 863 1718 eða sent póst á skotgrund@gmail.com.  Viðkomandi einstaklingar þurfa ekki að leggja eitthvað til í sýninguna heldur er öllum velkomið að vera með okkur að sýna og spjalla við fólk.

04.07.2019 00:39

Heimsókn

Nýlega fengum við í heimsókn hóp leikskólastarfsmanna frá leikskólanum í Grundarfirði.  Fengu þau að prófa hinar ýmsu gerðir af skotvopnum og fengu um leið stutta fræðslu um íþróttaskotfimi og starfsemi félagsins. 

 

Skotfélag Snæfellsness hefur markvisst unnið að því undanfarin ár að kynna íþróttaskotfimi fyrir nýjum iðkendum og hafa margir hópar komið í heimsókn til okkar.  Þetta var virkilega skemmtilegur dagur og ekki skemmdi fyrir að við fengum frábært veður.  Hægt er að skoða nokkrar myndir hér.

 

 

02.07.2019 12:53

skotvopnasýning

Næstkomandi laugardag verðum við með skotvopnasýningu í Ólafsvík í tilefni af bæjarhátíðinni "Ólafsvíkurvaka 2019".  Sýningin verður í gamla "Hobbitanaum" við aðalgötuna (Ólafsbraut 19) frá kl. 13 -17.  Félagsmenn sem hafa áhuga á að taka þátt í sýningunni geta haft samband við Jón Pétur í síma 863 1718 eða sent póst á skotgrund@gmail.com

 

Hér má sjá myndir fá skotvopnasýningum sem við héldum árið 2017 og 2013.

  • 1