Færslur: 2019 Október

31.10.2019 21:42

Félagsmönnum fjölgar - félagatalið uppfært

Félagsmönnum hefur fjölgað mikið undanfarnar vikur og mánuði.  Nýlega bættust við 8 nýjir félagsmenn til viðbótar við hina sem áður höfðu skráð sig í félagið og eru fullgildir félagsmenn nú í kringum 150.  Til þess að teljast fullgildur meðlimur í félaginu þarf að hafa staðið skilum á félagsgjöldum.

 

Félagsgjaldið er litlar 6.000 kr. á ári og fer öll innkoma af félagsgjöldum óskert í rekstur og uppbyggingu á æfingasvæðinu.  Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig í félagið geta sent póst á skotgrund@gmail.com

 

Hér er hægt að sjá uppfært félagatal.

 

 

30.10.2019 22:45

Mikið líf á æfingasvæðinu um helgina

Það var mikið um að vera á æfingasvæðinu um nýliðna helgi.  Þrátt fyrir mikið frost voru margir að skjóta í veðurblíðunni alla helgina.  Má þar nefna hreindýraveiðimenn sem voru við æfingar, hópur félagsmanna kom til að skjóta leirfúfu svo eitthvað sé nefnt. 

                   
 

Þá var hurðin á markinu einnig löguð, en hún hafði nýlega fokið upp og skemmst.  Næstu verkefni eru að halda áfram með skothúsið og setja upp aðstöðu fyrir innanhússskotfimi í samkomuhúsinu. 

                   

 

                   
 
 

29.10.2019 22:08

Klæðning keypt á skothúsið

Í dag var gengið frá pöntun á klæðningu utan á skothúsið ásamt steypustyrktarjárni í tröppurnar o.fl.  Fyrr í þessum mánuði var hurðin sett í húsið og er því búið að loka því alveg fyrir veturinn og það er orðið fokhelt.  Næst á dagskrá er að klæða það að utan og svo ætlum við að vinna í því að innan í vetur.

 

 

 

25.10.2019 10:38

Innanhúss skotæfingar

Þessa dagana er verið að vinna að því að ljúka við samkomulag um afnot af Samkomuhúsi Grundarfjarðarbæjar fyrir innanhúss skotæfingar í  vetur.  Síðasta vetur létum við sérsmíða kúlugildrur fyrir félagið og voru þær prófaðar nokkrum sinnum ásamt loftræstikerfi o.fl.  

Allt saman heppnaðist þetta vel og nú erum við að ganga frá skriflegu samkomulagi og leigusamningi við Grundarfjarðarbæ, um afnot af húsnæðinu í vetur til reynslu.  Við stefnum á að hefja þar formlegar æfingar um leið og öll leyfi eru komin og búið er að taka út aðstöðuna.  Það er ljóst að þetta verður mikil lyftistöng fyrir starfsemi félagsins í vetur.

 

13.10.2019 22:25

Pæjumót

KONUDAGUR/PÆJUMÓT: um síðustu helgi var haldinn konudagur á æfingasvæðinu þar sem konum á öllum aldri var boðið að koma og prófa að skjóta og kynna sér skotíþróttir. Konudagurinn hefur verið haldinn árlega frá árinu 2016.

 

Að konudeginum loknum var árlegt Pæjumót félagsins haldið og keppt var í tveimur flokkum, vanar og óvanar. Hér má sjá myndir af verðlaunahöfum í báðum flokkum.

Hægt er að sjá myndir frá fyrsta konudeginum hér:

 

 
 

10.10.2019 20:36

Skotfélag Snæfellsness 32 ára

Í dag eru 32 ár liðin frá því að Skotfélag Snæfellsnes var formlega stofnað. Mikil uppbygging hefur átt sér stað hjá félaginu undanfarin ár og hafa félagsmenn aldrei verið fleiri. Við stefnum á áframhaldandi uppbyggingu næstu árin og vonandi mun félagið halda áfram að blómstra og eflast. Við þökkum öllu því góða fólki og sjálfboðaliðum sem hafa lagt okkur lið í gegnum árin.

 

04.10.2019 06:59

Skotvopnanámskeið

Í síðasta mánuði var haldið skotvopnanámskeið á æfingasvæðinu í samstarfi við Umhverfisstofnun.  Búið er að setja inn nokkrar myndir í myndabankann.

 
  • 1