Færslur: 2020 Mars
25.03.2020 21:42
Óvenjulegir tímar
Það má segja að það séu frekar óvenjulegir tímar hér á Íslandi þessa dagana og í raun og veru um allan heim. Það má enginn hittast og fólk þarf að gæta þess að halda fjarlægð og þetta hefur að sjálfsögðu áhrif á íþróttastarf líka.
Við hjá Skotfélagi Snæfellsness vorum langt komin með að skipuleggja óvissuferð sem fyrirhuguð var á þessum tíma en við neyddumst til að slá henni á frest. Þá þarf að fresta námskeiði í bogfimi sem félagið ætlaði að halda, um óákveðinn tíma. Við munum þess í stað nýta tímann vel og skipuleggja viðburði og framkvæmdir sumarsins.
Svo er stefnt að því að halda aðalfund félagsins í byrjun maí eins og ár hvert. Við vonum að það muni ganga upp.
![]() |
14.03.2020 15:56
Skilti við þjóðveginn
Nú er búið að setja upp skilti við þjóðveginn sem vísar á skotæfingasvæði félagsins. Uppsetning skiltisins hefur verið í undirbúningi í lengri tíma, en fyrsta erindið sendum við til Vegagerðarinnar þann 19. desember árið 2012.
Með bættri æfingaaðstöðu hefur notkun á æfingasvæðinu aukist mikið og því hefur þörfin á skiltinu orðið enn meiri, ekki síst þar sem að skotáhugamenn af öllu landinu hafa verið koma til þess að nota æfingasvæðið eða taka þátt í keppni. Það var Grundarfjarðarbær sem aðstoðaði okkur með kaup og uppsetningu á skiltinu og færum við Grundarfjarðarbæ bestu þakkir fyrir.
![]() |
08.03.2020 21:46
Nýr félagsmaður
Í nýliðinni viku gerðist Valtýr Njáll Birgisson félagsmaður í Skotfélagi Snæfellsness og bjóðum við hann hjartanlega velkominn í félagið. Það er alltaf gleðilegt að bjóða nýja félagsmenn velkomna í félagið.
06.03.2020 21:10
Námskeið - þrif og umhirða skotvopna
Næstkomandi mánudag ætlar Unnsteinn Guðmundsson að bjóða upp á grunnnámskeið í þrifum- og umhirðu á skotvopnum frá kl. 19:30 - 22:00. Farið verður yfir helstu atriði í þrifum á rifflum, hálfsjálfvirkum haglabyssum og tvíhleypum. Námskeiðið verður frítt og við hvetjum sem flesta til að skrá sig. Áhugasamir geta sent Unnsteini einkaskilaboð á facebook eða í síma 897-6830. Ekki þarf að mæta með neinn búnað á námskeiðið.
![]() |
Myndin er tekin af https://www.offthegridnews.com |
- 1