Færslur: 2020 Júní

29.06.2020 00:49

Skotbjöllur fyrir riffilsvæðið

Nýlega létum við smíða fyrir okkur bjöllur úr Hardox stáli til þess að setja upp á riffilsvæðinu svo hægt sé að skjóta í.  Búið er að setja upp bjöllur á 100m, 200m, 300m og 400m og ætlum við að reyna að fjölga þeim enn frekar mjög fljótlega. 

 

Við erum markvisst að reyna að bæta aðstöðuna hjá okkur og gera æfingasvæðið betra.  Þessar bjöllur liður í þeirri þróun og ekki síst til að hlífa öðrum búnaði sem ekki á að skjóta í. 

 

 
 

 

 

27.06.2020 03:40

Nýir félagsmenn

Nýlega bættust við 2 góðir menn í hóp félagsmanna Skotfélags Snæfellsness.  Það eru þeir Jón Ásgeirsson og Guðbrandur Björgvinsson.  Við bjóðum þá báða hjartanlega velkomna í félagið.

26.06.2020 21:09

Lyklabox

Búið er að setja upp lyklabox fyrir skothúsið svo félagsmenn hafi aðgang að því.  Þá er einnig er búið að breyta númerinu að lyklaboxinu í félagsheimilinu og verður notast við sama númer í framtíðinni fyrir bæði húsin.  Lykilorðinu verður svo breytt reglulega.

 

Félagsmenn sem vilja nota æfingasvæðið og hafa ekki aðgang að lyklaboxunum geta haft samband við eftirfarandi menn:

Jón Pétur   S. 863 1718

Birgir          S. 859 9455

Unnsteinn S. 897 6830

 

18.06.2020 20:38

Skotpróf

Nú styttist í að skotprófum fyrir hreindýraveiðimenn ljúki þetta árið og við erum að skipuleggja síðustu prófin.  Við hvetjum þá veiðimenn sem enn eiga eftir að ljúka við skotpróf til þess að hafa samband tímanlega.  Ekki er hægt að tryggja það að skotpróf verði í boði fram á síðasta dag og oft getur veður haft áhrif á skotprófin.  

Hægt er að senda póst á skotgrund@gmail.com eða hafa samband við prófdómara.

Birgir 859 9455

Jón Einar 862 2721

Jón Pétur 863 1718

Unnsteinn 897 6830

 

17.06.2020 22:05

Heimsókn

Nýlega fengum við góða gesti í heimsókn en þar voru á ferðinni félagar úr Lionsklúbbi Grundarfjarðar.  Þau voru árlegri vorferð og komu til þess að kynna sér starfsemi félagsins og kynnast skotíþróttinni, en Lionsklúbbur Grundarfjarðar styrkti einmitt Skotfélag Snæfellsness með veglegri peningagjöf fyrr á þessu ári til eflingar íþrótta- og æskulýðsstarfs. 

 

Hægt er að skoða nokkrar myndir frá heimsókninni í myndaalbúminu.

 

13.06.2020 14:02

Skothúsið - skotborðin komin upp

Nú er búið að steypa upp öll 6 skotborðin í skothúsið.  Einnig er búið að setja upp skotlúgur við öll borðin, en svo verður bætt við lúgum á milli borðana líka.  Mjög rúmgott er á milli borðanna.

 

 

 

 

12.06.2020 14:05

Skothúsið - Skotlúgur

Nýlega var hafist handa við að setja í skotlúgur í skothúsið.  Alls verða settar í 11 lúgur og þar af verða 6 við skotborðin og á milli þeirra koma svo 5 lúgur til að skjóta úr í standandi stöðu.

 

 

 
 

09.06.2020 23:18

Æfingasvæðið upptekið miðvikudag

Á morgun miðvikudag fáum við góða gesti í heimsókn á æfingasvæðið sem ætla að reyna fyrir sér í skotfimi. Æfingavæðið verður því lokað á meðan eða frá kl. 17:00 - 20:00.

 

09.06.2020 00:17

Árlegu riffilmóti frestað vegna mikillar uppbyggingar

Árlegt riffilmót félagsins sem haldið hefur verið í kringum 17. júní um árabil fer ekki fram á venjulegum tíma vegna framkvæmda.  Við erum að vinna í miklum endurbótum á æfingasvæðinu og því verður ekki unnt að halda það á eðlilegum tíma.  Mótið verður auglýst þegar framkvæmdum verður lokið að mestu.

 

 

05.06.2020 17:57

Sjómannadagsmót

Árlegt sjómannadagsmót Skotfélags Snæfellsness var haldið í gær á æfingasvæði félagsins.  Þá voru jafnframt nýjar leirdúfukastvélar félagsins formlega teknar í notkun.  Kastvélarnar komu vel út og munu vonandi reynast okkur vel.

 

Landsliðið sigraði stigakeppni liðanna aftur í ár og er staðan nú 5-3 fyrir landsliðinu, en þetta var í áttunda skipti sem þetta mót er haldið.

 

Í einstaklingskeppninni náði Gísli Valur bestum árangri í karlaflokki, Unnsteinn var í öðru sæti og Arnar í því þriðja.  Í flokki kvenna sigraði Karen, Dagný var í öðru sæti og Elsa Fanney var í þriðja sæti. 

 
 
 

03.06.2020 08:20

Sjómannadagsmót (innanfélagsmót)

Árlegt Sjómannadagsmót Skotfélags Snæfellsness í leirdúfuskotfimi verður haldið á morgun fimmtudaginn 4. júní  Þetta er 8. skipti sem þetta mót er haldið í samvinnu við Sjómannadagsráð.  Þá ætlum við líka að taka formlega í notkun nýjar leirdúfukastvélar sem félagið var að kaupa.

 

Mæting verður á skotæfingavæði félagsins kl. 16:00 og mótið hefst stundvíslega kl. 16:30.  Mótsgjald verður 2.000 kr. og skráning fer fram hjá Dagný Rut í síma 847-6600 eða hjá Jóni Pétri í síma 863-1718.  Einnig er hægt að skrá sig í með því að senda tölvupóst á skotgrund@gmail.com.  Munið að tilgreina fyrir hvort liðið þið ætlið að keppa.

 

Mótið verður með sama sniði og undanfarin ár þar sem hver og einn keppir á sínum forsendum og svo verða stig sjómanna lögð saman á móti stigum landliðsins.  Einnig verða veitt verðlaun fyrir bestan árangur einstaklinga, bæði í karlaflokki og í konuflokki.

 

Öllum er velkomið að mæta og fylgjast með.

 

Hér er hægt að skoða myndir frá fyrri mótum. 2013 - 2014 - 2015 - 2016 - 2017 - 2018 - 2019

03.06.2020 08:16

Fundur um rafmagn

Í dag fara tveir fulltrúar Skotfélags Snæfellsess á fund með bæjarstjóra Grundarfjarðarbæjar, Skipulags- og byggingarfulltrúa og fulltrúa Rarik á Vesturlandi.  Umræðuefnið verður rafmagn fyrir skotsvæðið. 

 

Æfingasvæði félagsins er í landi Grundarfjarðarbæjar og við höfum veirð með svæðið á leigu í 33 ár og við höfum lengi óskað eftir því að fá rafmagn á svæðið en án árangurs.  Með aukinni starfsemi og uppbygginu á svæðinu eru þörfin fyrir rafmagn enn meiri og við vonum að hægt verði að taka inn rafmagn áður en langt um líður.  

03.06.2020 08:13

Skothúsið

Í gærkvöldi var byrjað að setja upp skotborðin í skothúsið.  Fyrstu rörin voru steypt niður í gær.  Fyrsta steypa gekk mjög vel, en alls verða 6 borð steypt niður.  

  • 1