Ekki eru neinir fastir opnunartímar á skotæfingasvæði Skotgrundar.
Riffilsvæðið er alltaf aðgengilegt skotmönnum og texplötur sem skotskífur eru festar á er að finna við riffilborðin.
Ætlast er til þess að skotmenn komi sjálfir með skotskífur og hefti, en hægt er að prenta út skotskífur hér á heimasíðu félagsins.
Þeir sem hafa áhuga á að skjóta leirdúfur geta haft samband við einhvern úr stjórninni.
Aðgengi að leirdúfuvellinum er orðið mjög gott, en búið er að koma upp lyklakerfi sem félagsmenn fá aðgang að. Félagsmenn ættu því að geta stundað leirdúfuskotfimi þegar þeim hentar.
Þeir sem ekki eru félagsmenn geta haft samband við Jón Pétur í síma 863 1718 eða sent tölvupóst á skotgrund@gmail.com
Gjöld
Hringurinn kostar 600kr. fyrir félagsmenn.
Hringurinn kostar 1000kr. fyrir aðra en félagsmenn.